Persónuverndarstefna

Vefsíður Herbalife Europe Limited – Mikilvægar upplýsingar

Þar sem viðskipti Herbalife eru í eðli sínu alþjóðleg fer vinnsla og geymsla á persónuupplýsingum á vegum Herbalife stundum fram utan ESB. Okkur ber skylda til að leita samþykkis þíns fyrir því. Ef þú kýst að veita ekki samþykki þitt getum við því miður ekki afgreitt neina beiðni frá þér gegnum þessa vefsíðu. Ef þú veitir samþykki þitt getur þú annað hvort gert það á grundvelli þess að við notum upplýsingar um þig EINUNGIS við vinnslu á beiðni þinni eða að Herbalife sé heimilt að nota þær áfram í frekari samskiptum (ávallt í samræmi við ákvæði Trúnaðarstefnunnar hér að neðan).

Trúnaðarstefna

Herbalife gætir trúnaðar við sérhvern gest á vefsíðum fyrirtækisins og allar upplýsingar sem safnað er um þig verða fyrst og fremst notaðar til þess að veita þér þá þjónustu sem þú sækist eftir og í öðru lagi til þess að bæta þjónustu okkar sem fyrirtækis. Við gerum það með því að nota þessar upplýsingar á viðeigandi hátt.

Þessum upplýsingum verður ekki miðlað til neins annars en Herbalife, eignatengdra fyrirtækja þess eða hlutdeildarfyrirtækja, og söluaðila, umboðsfyrirtækja og leyfishafa áðurnefndra fyrirtækja, og annarra fyrirtækja sem Herbalife hefur beint eða óbeint kallað til þjónustu þér til ávinnings. Farið verður með þessar upplýsingar í samræmi við viðeigandi lagaákvæði um upplýsingavernd og þær gætu upphaflega verið geymdar og unnar innan eða utan Evrópusambandsins, hvar sem er í heiminum. Þær verða einvörðungu notaðar í tengslum við markaðssetningu á vörum og þjónustu Herbalife og tengdum vörum og þjónustu.

Sem einstaklingur hefur þú rétt til þess að fá að vita hvaða upplýsingar við geymum um þig og leiðrétta þær ef nauðsyn þykir; þú hefur einnig rétt til að biðja okkur um að nota ekki upplýsingarnar. Við munum gera allt sem með góðu móti er unnt til þess að virða óskir þínar. Hins vegar gæti ákveðin löggjöf komið í veg fyrir það.

Algengar spurningar

Hvaða gagn gerir það mér að Herbalife safni um mig upplýsingum?
Hvaða upplýsingum kann að verða safnað af vefsíðum Herbalife?
Hvernig mun Herbalife safna þessum upplýsingum og geyma þær?
Hversu lengi mun Herbalife geyma þessar upplýsingar?
Hvar verða persónuupplýsingar mínar geymdar?
Hvers vegna safnar Herbalife þessum upplýsingum?
Um hvern gildir þessi trúnaðarstefna?
Skýr áhersla Herbalife á persónuvernd barna.
Hvað eru vefkökur?
Hvað er átt við með persónuupplýsingum viðskiptavina (profiles)?
Hvernig leiðrétti ég upplýsingar um mig?
Hverjir eru valkostir mínir ef ég kýs að skrá mig?
Hvað gerist ef ég kýs að skrá mig ekki?

Hvaða gagn gerir það mér að Herbalife safni um mig upplýsingum?

Söfnun þessara upplýsinga hjálpar Herbalife við eftirfarandi;
Að gera síðuna auðveldari í notkun fyrir þig með því að gera það óþarft að skrá inn upplýsingar oftar en einu sinni.
Að hjálpa okkur að veita upplýsingar hraðar.
Að hjálpa okkur að sníða efnisinnihald síðunnar betur að þínum þörfum.
Að hjálpa þér að finna fljótt og vel þá þjónustu eða upplýsingar sem nálgast má hjá Herbalife.
Að nota upplýsingarnar til þess að gera úrbætur á síðunni.
Að meta almenna strauma varðandi vefsíðuna og notkun hennar. Að gera þér viðvart um nýjar vörur, sérstök tilboð, uppfærðar upplýsingar og aðra nýja þjónustu sem Herbalife telur áhugaverða fyrir þig. Hafir þú veitt til þess leyfi gætum við heimilað öðrum fyrirtækjum að hafa við þig beint samband.

Hvaða upplýsingum kann að verða safnað af vefsíðum Herbalife?

Hjá Herbalife hyggjumst við gera þér kleift að hafa sem best taumhald á þeim persónuupplýsingum sem geymdar eru um þig. Almennt getur þú heimsótt Herbalife á vefnum án þess að segja okkur hver þú ert eða gefa nokkrar upplýsingar um þig. Hins vegar kemur fyrir að við þurfum upplýsingar frá þér, á borð við nafn þitt og heimilisfang. Við stefnum að því að gera þér viðvart áður en við söfnum frá þér upplýsingum á netinu.

Áður en þú skráir þig söfnum við reyndar ópersónugreindum upplýsingum um hvernig þú hefur notað vefsíðuna. Þetta eru hefðbundin vinnubrögð sem tíðkast á öllum vefsíðum á netinu. Upplýsingarnar sem safnað er persónugreina þig ekki en geta verið gagnlegar fyrir okkur til þess að átta okkur betur á markaðnum eða bæta þjónustuna sem við höfum í boði.

Ef þú velur þann kost að veita Herbalife persónuupplýsingar á netinu sem þörf kann að verða á – til þess að hafa bréfaskipti við þig eða veita þér áskrift, svo dæmi séu tekin – er ætlunin að láta þig vita hvernig við munum nota slíkar upplýsingar. Ef þú lætur okkur vita að þú viljir ekki að við notum þessar upplýsingar til grundvallar frekari samskiptum við þig munum við virða óskir þínar.

Hvernig mun Herbalife safna þessum upplýsingum og geyma þær?

Vefsíðan getur aflað upplýsinga um þig á ýmsan hátt; annað hvort með því að biðja þig beint um þær (t.d. á skráningareyðublaði) eða með því að skrá sjálfvirkt upplýsingar um heimsókn þína á vefsíðuna. Við gætum t.d. safnað upplýsingum um vafur þitt á síðunni eða skráð hvaða valkosti þú hefur kosið að notfæra þér.

Upplýsingar eru geymdar í öruggu umhverfi, verndaðar bæði með efnislegum og tæknilegum aðferðum. Almenningur hefur engan aðgang að þessum upplýsingum.

Hversu lengi mun Herbalife geyma þessar upplýsingar?

Herbalife mun geyma þessar upplýsingar í öruggu og vernduðu umhverfi eins lengi og við teljum að þær hjálpi okkur að átta okkur betur á hvernig við getum þjónað þér, og virt óskir þínar. Þar að auki gæti löggjöfin skyldað okkur til að geyma þessar upplýsingar í tiltekinn tíma. Til þess að átta þig á hvernig þú getur lagfært eða uppfært upplýsingar sem geymdar eru um þig skaltu skoða spurningu þar að lútandi í þessum kafla.

Hvar verða persónuupplýsingar mínar geymdar?

Herbalife starfar í mörgum löndum víðs vegar um heiminn. Til þess að gera okkur kleift að veita öllum viðskiptavinum okkar, hvar sem þeir eru, ávallt sömu góðu þjónustuna stýrum við vefsíðum okkar frá einni miðlægri síðu. Sú síða er um þessar mundir vistuð í Bandaríkjunum. Ekki er í gildi ein löggjöf um upplýsingavernd sem nær bæði til Evrópu og Bandaríkja Norður-Ameríku og evrópsk lög kveða á um að þú þurfir að veita okkur ótvírætt samþykki þitt áður en við getum flutt og geymt persónuupplýsingar þínar í Bandaríkjunum.

Hvers vegna safnar Herbalife þessum upplýsingum?

Við þurfum þessar upplýsingar til þess að hjálpa okkur að bæta þjónustu fyrirtækisins við þig; við viljum auðvelda okkur að sérsníða vörur fyrirtækisins og þjónustu einmitt að þínum þörfum.

Um hvern gildir þessi trúnaðarstefna?

Þessi trúnaðarstefna gildir um vefsíður sem ætlaðar eru til nota fyrir einstaka neytendur og gesti fyrirtækisins.

Skýr áhersla Herbalife á persónuvernd barna.

Mikilvægt er að hlúa að persónuvernd barna. Af þeim ástæðum söfnum við hvorki né geymum upplýsingar á vefsíðu okkar frá gestum sem við vitum fyrir víst að eru yngri en 13 ára.

Vefkökustefna

Hvað er vefkaka?


Vefkaka er textastrengur með upplýsingum sem vefsíða flytur í vefkökuskrá vafrans á harða diski tölvunnar þinnar svo vefsíðan geti munað hver þú ert. Vefkökur geta hjálpað vefsíðu að laga innihald síðunnar hraðar að þínum áhugasviðum – flestar stærri vefsíður nota vefkökur. Ekki er unnt að nota vefkökur einar sér til þess að persónugreina þig.

Vefkaka inniheldur yfirleitt nafn lénsins sem vefkakan er fengin frá; „ævilengd“ vefkökunnar; og tölu, sem venjulega er einstök tala sem búin er til af handahófi.

Notaðar eru tvær tegundir af vefkökum á þessari vefsíðu:

Lotukökur (Session Cookies)
, sem eru tímabundnar vefkökur sem geymdar eru í vefkökuskrá vafrans þar til þú yfirgefur síðuna.

Langtímakökur (Persistent Cookies), sem varðveitast í vefkökuskrá vafrans mun lengur (þó að tímalengdin velti á ævilengd viðkomandi vefköku).

Hvernig eru vefkökur notaðar á þessari vefsíðu og hvaða upplýsingum er safnað?
Lotukökur eru notaðar:


Til þess að gera þér kleift að taka með þér upplýsingar milli einstakra skjásíðna á vefsíðunni og forðast þannig að þurfa að endurskrá upplýsingar.
Í skráningarferlinu til þess að gera þér kleift að nálgast þær upplýsingar sem geymdar hafa verið.

Langtímakökur eru notaðar:

Til þess að hjálpa okkur að bera kennsl á þig sem einstakan gest (með því að nota númer, ekki er unnt að persónugreina þig) þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar á nýjan leik.
Til þess að gera okkur kleift að sérsníða efnisinnihald eða auglýsingar að áhugasviðum þínum eða forðast að sýna þér sömu auglýsingar í sífellu.
Til þess að safna ópersónugreindu samsafni af tölulegum upplýsingum sem gerir okkur kleift að átta okkur á hvernig notendur nota vefsíðuna og hjálpar okkur að endurbæta uppbyggingu hennar. Við getum ekki persónugreint þig með þessu móti.

Vefkökur þriðja aðila
Þriðju aðilar gætu sett upp vefkökur gegnum þessa síðu. Þessar vefkökur eru notaðar í eftirfarandi tilgangi:

Til þess að sýsla með auglýsingar á vefsíðunni og fylgjast með hvort notendur smella á viðkomandi auglýsingar.
Til þess að hafa hemil á hversu oft þér er sýnd tiltekin auglýsing.
Til þess að sérsníða efnisinnihald síðunnar að áhugasviðum þínum.
Til þess að telja fjölda ópersónugreindra notenda síðunnar.
Til þess að veita öryggi í innkaupakörfum eða viðskiptum

Vefvitar (Web beacons eða Clear gifs)

Sumar af vefsíðunum okkar gætu innihaldið rafrænar myndir sem kallast vefvitar (á ensku Web beacons eða Clear gifs) sem gera okkur kleift að telja notendur sem heimsótt hafa viðkomandi síður. Vefvitar safna einungis takmörkuðum upplýsingum, m.a. vefkökunúmeri; tíma og dagsetningu þegar vefsíðan er skoðuð; og lýsingu á síðunni þar sem vefvitinn er vistaður. Á vefsíðum okkar gætu einnig verið vefvitar sem komið er fyrir af þriðju aðilum sem þar eru með auglýsingar. Þessir vefvitar hafa ekki að geyma neinar persónugreinanlegar upplýsingar og eru einungis notaðir til þess að fylgjast með áhrifamætti tiltekinnar auglýsingaherferðar.

Óvirkjun og virkjun á vefkökum

Þú hefur þann valkost að samþykkja vefkökur eða hafna þeim með því að breyta stillingum vafrans þíns. Hins vegar kann svo að fara að þú getir ekki notað alla gagnvirka möguleika á vefsíðunni okkar ef vefkökur eru óvirkjaðar. Ef þú vilt láta gera þér viðvart áður en vefkaka er samþykkt á harða disknum í tölvunni þinni skaltu fylgja leiðbeiningunum hér á eftir:

Ef þú notar Netscape Navigator 3.0:

Farðu í „Options“ valmyndina.
Smelltu á „Network Preferences“.
Smelltu á „Protocols“.
Merktu í reitinn þar sem stendur „Show an alert before accepting a cookie (sýna viðvörun áður en vefkaka er samþykkt)“.
Farðu inn í Netscape möppuna.
Eyddu skránni sem kallast „cookies.txt“ – með því eyðir þú öllum kökum.
Í Windows 95 ættir þú einnig að nota „Find“ möguleikann í „Start“ valmyndinni og finna þannig einfaldlega skrána sem kallast „cookies.txt.“.

Farðu í „View“ valmyndina.
Smelltu á „Options“.
Smelltu á „Advanced“.
Merktu í reitinn þar sem stendur „Warn before accepting cookies (vara mig við áður en vefkökur eru samþykktar)“.
Farðu í vefkökumöppuna (cookies directory).
Eyddu öllum skrám sem þar er að finna – með því eyðir þú öllum vefkökum.
Um leið og þú eyðir þessum skrám hverfa allar vefkökur og upp frá því verður þér gert viðvart í hvert sinn sem vefsíða reynir að senda vefköku í kerfið þitt. Þegar svo er komið getur þú valið hvort þú vilt „Accept (samþykkja)“ eða „Cancel (hætta við)“ vefkökuna.

Ef þú notar Netscape 4.0+:

Farðu í „Edit“ á valröndinni.
Smelltu á „Preferences“.
Smelltu á „Advanced“.
Merktu í reitinn þar sem stendur „Warn me before accepting a cookie (vara mig við áður en vefkaka er samþykkt)“.
Færðu þig því næst á „Start“ hnappinn.
Smelltu á „Find“.
Smelltu á „Files and Folders“
Skráðu „cookies.txt“ í leitarreitinn sem birtist.
Smelltu á „Find now (finna núna)“.
Þegar niðurstöður leitarinnar birtast skaltu draga allar skrárnar á listanum í „Recycle Bin (ruslafötuna)“ og við það eyðast allar vefkökur.
Því næst skaltu loka Netscape og endurræsa það síðan.
Um leið og þú eyðir þessum skrám hverfa allar vefkökur og upp frá því verður þér gert viðvart í hvert sinn sem vefsíða reynir að senda vefköku í kerfið þitt. Þegar svo er komið getur þú valið hvort þú vilt „Accept (samþykkja)“ eða „Cancel (hætta við)“ vefkökuna.

Í Internet Explorer 4.0:

Farðu í „View“ valmyndina.
Smelltu á „Internet Options“.
Smelltu á „Advanced“.
Merktu í reitinn þar sem stendur „Prompt before accepting cookies (vara mig við áður en vefkökur eru samþykktar)“.
Farðu því næst í vefkökumöppuna (cookies directory).
Eyddu öllum skrám sem þar er að finna – með því eyðir þú öllum vefkökum.
Um leið og þú eyðir þessum skrám hverfa allar vefkökur og upp frá því verður þér gert viðvart í hvert sinn sem vefsíða reynir að senda vefköku í kerfið þitt. Þegar svo er komið getur þú valið hvort þú vilt „Accept (samþykkja)“ eða „Cancel (hætta við)“ vefkökuna.

Í Internet Explorer 5.0+:

Farðu í „Tools“ valmyndina.
Smelltu á „Internet Options“.
Smelltu á „Security“ flipann.
Skyggðu „Internet“ svæðið (sjálfvalið í tölvunni).
Veldu hátt öryggisstig með því að velja „High“ fyrir þetta svæði.
Smelltu síðan á „OK“.
Farðu því næst í vefkökumöppuna (cookies directory).
Eyddu öllum skrám sem þar er að finna – með því eyðir þú öllum vefkökum.
Um leið og þú eyðir þessum skrám hverfa allar vefkökur og vafrinn sendir hvorki né móttekur nýjar vefkökur.

Ef þú notar Netscape 6.0+:

Farðu í „Edit“ á valröndinni.
Smelltu á „Preferences“.
Smelltu á „Advanced“.
Veldu „Cookies“ svæðið.
Merktu annað hvort í reitinn „Warn Me before Accepting a Cookie (vara mig við áður en kaka er samþykkt)“ eða „Disable Cookies (óvirkja vefkökur)“.
Smelltu síðan á „OK“.
Færðu þig á „Start“ hnappinn.
Smelltu á „Find“.
Smelltu á „Files and Folders“.
Skráðu „cookies.txt“ í leitarreitinn sem birtist.
Smelltu á „Find Now (finna núna)“. Þegar niðurstöður leitarinnar birtast skaltu draga allar skrárnar á listanum í „Recycle Bin (ruslafötuna)“ og við það eyðast allar vefkökur.
Því næst skaltu loka Netscape og endurræsa það síðan.
Eftir því hvorn kostinn þú valdir áður verður þér annað hvort gert viðvart um nýjar vefkökur eða engar vefkökur verða sendar eða mótteknar.

Í Internet Explorer 6.0+:

Farðu í „Tools“ valmyndina.
Smelltu á „Internet Options“.
Smelltu á „Privacy“ flipann.
Færðu sleðann þar til þú hefur valið þá stillingu sem þú kýst.
Smelltu síðan á „OK“.
Farðu því næst í vefkökumöppuna (cookies directory).
Eyddu öllum skrám sem þar er að finna – með því eyðir þú öllum vefkökum.
Um leið og þú eyðir þessum skrám hverfa allar vefkökur og vafrinn sendir hvorki né móttekur nýjar vefkökur.

Ef þú notar Netscape 7.0+:

Farðu í „Edit“ á valröndinni.
Smelltu á „Preferences“.
Smelltu á „Privacy & Security“.
Veldu „Cookies“ svæðið.
Veldu þá stillingu sem þú kýst.
Smelltu síðan á „OK“.
Færðu þig á „Start“ hnappinn.
Smelltu á „Find“.
Smelltu á „Files and Folders“.
Skráðu „cookies.txt“ í leitarreitinn sem birtist.
Smelltu á „Find now (finna núna)“.
Þegar niðurstöður leitarinnar birtast skaltu draga allar skrárnar á listanum í „Recycle Bin (ruslafötuna)“ og við það eyðast allar vefkökur.
Því næst skaltu loka Netscape og endurræsa það síðan.
Eftir því hvorn kostinn þú valdir áður verður þér annað hvort gert viðvart um nýjar vefkökur eða engar vefkökur verða sendar eða mótteknar.

Eyðing á vefkökum

Þú getur auðveldlega eytt öllum kökum sem komið hefur verið fyrir í vefkökumöppunni (cookie folder) í vafranum þínum. Ef þú notar t.d. Microsoft Windows Explorer:

Opnaðu „Windows Explorer“.
Smelltu á „Search“ hnappinn á valröndinni.
Sláðu inn „cookie“ í leitarreitinn fyrir „Folders and Files“.
Veldu „My Computer“ í „Look In“ reitnum sem spyr þig hvar skuli leita.
Smelltu á „Search now (leita núna)“.
Tvísmelltu á möppurnar sem finnast.
„Veldu (Select)“ hvaða vefkökuskrá sem er.
Smelltu á „Delete (eyða)“ hnappinn á lyklaborðinu.
Ef þú notar ekki Microsoft Windows Explorer skaltu smella á „Help (hjálp)“ og velja „cookies (vefkökur)“ til þess að leita upplýsinga um hvar vefkökumöppuna sé að finna.

Hvernig leiðrétti ég upplýsingar um mig?

Á sumum vefsíðum Herbalife eru starfræktar skráningarsíður sem gera þér kleift að fara yfir og uppfæra persónuupplýsingar sem þú hefur látið í té. Annars staðar er þér einfaldlega gefinn sá kostur að afturkalla aðild þína að þjónustunni. Í öðrum tilvikum þegar þú þarft að leiðrétta persónuupplýsingar sem þú hefur látið í té á vefsíðu Herbalife skaltu annað hvort hafa samband við þjónustudeildina fyrir dreifingaraðila heima fyrir eða ská þig inn á www.myherbalife.com og leiðrétta upplýsingarnar um þig á netinu. Vinsamlegast athugaðu að í sumum tilvikum getur nokkur tími liðið þar til þessar breytingar endurspeglast í öllum kerfum Herbalife, þannig að uppfærslur verða ef til vill ekki sýnilegar strax.

Hvað með öryggi á netinu og einstökum vefsíðum?

Internetið er ekki öruggt kerfi og þú skalt ávallt gæta varkárni varðandi þær upplýsingar sem þú lætur í té á netinu. Persónuupplýsingar sem vefsíður Herbalife safna eru geymdar í öruggu starfsumhverfi sem ekki er aðgengilegt almenningi. Í sumum tilvikum eru persónuupplýsingar kóðaðar með viðeigandi tækni áður en viðskipti fara fram til þess að tryggja öryggi.

Hvað gerist ef ég kýs að skrá mig ekki?

Þótt þú kjósir að skrá þig ekki eða láta ekki í té persónuupplýsingar getur þú yfirleitt samt notað flestar vefsíður Herbalife. Hins vegar kemst þú ekki inn á svæði sem krefjast skráningar. Jafnvel þótt þú skráir þig ekki söfnum við stundum ópersónugreinanlegum upplýsingum um notkunarmynstur þitt á vefsíðunni. Um er þá að ræða upplýsingar sem persónugreina þig ekki en gætu verið gagnlegar við markaðssetningu eða úrbætur á þeirri þjónustu sem við veitum.

Síðast endurskoðað 7. október 2005.

is-IS | 24.11.2020 16:16:56 | zuswpwssg000005 | MyHL | 25.11.2020 00:16:56 | 1.20.1111.02